Skólanámskrá

Skólanámskrá Grunnskólans í Borgarnesi skiptist í fjóra hluta; almennan hluta, starfsáætlun skóla, bekkjarnámskrár og starfsmannahandbók sem er innanhúsrit. Allir þessir hlutar taka mið af Aðalnámskrá grunnskóla. Skólanámskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Almennur hluti (er í endurskoðun)

Starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2023 – 2024

 


Í bekkjarnámskrám hvers námshóps koma fram námsmarkmið sem sett eru fram samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla 2011 (almennur hluti) og 2013 (greinasvið). Í bekkjarnámskrám koma fram hæfniviðmið, kennsluaðferðir og námsmat auk upplýsinga um námsgögn, tímafjölda í námsgrein og nöfn kennara.

 

1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur 5.bekkur
Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska
Stærðfræði Stærðfræði Stærðfræði Stærðfræði Stærðfræði
Náttúrugreinar Náttúrugreinar Náttúrugreinar Náttúrugreinar Náttúrugreinar
Samfélagsgr. Samfélagsgr. Samfélagsgr. Samfélagsgr. Samfélagsgr.
Sund Sund Sund Sund Sund
Leikfimi Leikfimi Leikfimi Leikfimi Leikfimi
Hönnun og smíði Hönnun og smíði Hönnun og smíði Hönnun og smíði Hönnun og smíði
Heimilisfræði Heimilisfræði Heimilisfræði Heimilisfræði Heimilisfræði
Myndmennt Myndmennt Myndmennt Myndmennt Myndmennt
Upplýsingatækni Upplýsingatækni Upplýsingatækni Upplýsingatækni Upplýsingatækni
Textílmennt Textílmennt Textílmennt Textílmennt Textílmennt
Lykilhæfni Lykilhæfni Lykilhæfni Enska Enska

 

6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur 10.bekkur
Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska Íslenska
Stærðfræði Stærðfræði Stærðfræði Stærðfræði Stærðfræði
Náttúrugreinar Náttúrugreinar Náttúrugreinar Náttúrugreinar Náttúrugreinar
Samfélagsgr. Samfélagsgr. Samfélagsgr. Samfélagsgr. Samfélagsgr.
Enska Enska Enska Enska Enska
Danska Danska Danska Danska Danska
Leikfimi Leikfimi Leikfimi Leikfimi Skólaíþróttir
Hönnun og smíði Hönnun og smíði Hönnun og smíði Hönnun og smíði Hönnun og smíði
Heimilisfræði Heimilisfræði Heimilisfræði Heimilisfræði Heimilisfræði
Myndmennt Myndmennt Myndmennt Myndmennt Myndmennt
Upplýsingatækni Upplýsingatækni Sund Sund Sund
Textílmennt Textílmennt Textílmennt Textílmennt Textílmennt
Sund Sund

 


Valáfangar

Valáfangar eru í boði bæði á mið- og unglingastigi. Tilgangurinn með valfrelsi er að hægt sé að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform.

Á miðstigi skiptist valið upp í fjórar lotur yfir veturinn, tvær fyrir áramót og tvær eftir áramót. Í hverri lotu er boðið uppá sex til átta mismunandi valgreinar. Nemendur velja sér grein eftir áhugasviði og síðan tvær til vara.

Á unglingastigi er valið með tvennum hætti. Annars vegar er val einu sinni í viku sem skiptist upp í fjórar lotur yfir veturinn. Í hverri lotu er boðið uppá sex til níu mismunandi valgreinar. Hins vegar eru Smiðjuhelgar tvisvar yfir skólaárið. Nemendur eru einum tíma skemur á viku í skólanum en viðmið gera ráð fyrir allt skólaárið, en í staðinn vinna þeir með þessum hætti eina helgi á önn. Unnið er í smiðjum frá 14.30 á föstudegi til kl. 18:30 og síðan kl. 8:30 á laugardegi til 14:30. Tilgangur smiðjanna er að mæta vali fyrir unglingana með öðrum hætti en almennt tíðkast og gefa þeim kost á að hafa meira um val sitt að segja.

Nánari kynning á þeim valáföngum sem eru í boði: