Foreldraskemmtanir

Í Klettaborg hefur skapast hefð fyrir að halda foreldraskemmtun og í ár var hún haldin seinustu vikuna í nóvember, þá voru allar deildir með foreldraskemmtun. Á skemmtunina bjóða börnin foreldrum og öðrum nákomnum ættingjum að koma í leikskólann á skemmtunog að skoða deildina.

Börnin voru ýmist að syngja, segja brandara, fara með vísur eða að sýna frá daglegu starfi í formi myndbandsupptöku. Foreldraskemmtanirnar gengu vonum framar og vöktu mikla lukku hjá ungum sem öldnum, við þökkum öllum þeim sem komu og nutu með okkur fyrir komuna!