Öryggi barna í leikskólanum

Öryggi barna í leikskólanum er tryggt eftir fremsta megni og mikil ábyrgð hvílir á kennurum við að hlúa að börnum og tryggja öryggi í daglegu starfi. Tekið er mið af  Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólunum sem Mennta- og menningarmálaráðuneytirð gaf út 2014. 

Þar sem stór hópur barna er saman kominn má alltaf búast við óhöppum. Ef barn slasast eða veikist er strax haft samband við foreldra og áframhaldandi aðgerðir metnar í samráði við þá. Slys á börnum eru skráð á sérstök eyðublöð sem geymd eru í slysaskráningarmöppu.