Róleg stund

Róleg stund/ hvíld er nauðsynleg í erli dagsins til að tryggja andlega og líkamlega vellíðan. Róleg stund er á öllum deildum eftir hádegismat, mismunandi útfærsla er eftir aldri barnanna. 

Yngri börnin hvíla sig við lestur sögu, leikrits eða tónlistar. 

Með eldri börnum eru unnin ýmis verkefni tengd leikskólalæsi, stærðfræði o.fl. auk þess að efla einbeitingu og úthald.