Aðventan

Nú er aðventan gengin í garð með tilheyrandi undirbúningi, notalegheitum, söng og föndri. Þetta er alltaf skemmtilegur tími í leikskólanum og eru börnin full tilhlökkunar fyrir öllu því sem er að gerast á þessum tíma árs.

Í leikskólanum reynum við að skapa rólega stemmningu, við lesum mikið bækur, föndrum í rólegheitum og hlustum á og syngjum jólalög. Líkt og síðustu ár ætlum við að rölta á dvalar- og hjúkrunarheimilið Brákarhlíð og syngja nokkur vel valin jólalög fyrir heimilsfólkið. Við ætlum líka að baka piparkökur og hafa kaffihúsastemmningu hjá okkur þar sem við gæðum á piparkökum og heitu súkkulaði við ljúfa jólatónlist.

Við höldum svo upp á litlu jól Klettaborgar þann 15. desember næstkomandi og er þetta alltaf ákaflega hátíðleg stund hjá okkur

Við óskum þess að öll megum við eiga gleðilega aðventu og friðsamleg jól.