Eldvarnarvika

Þann 19. – 25. nóvember var Eldvarnarvika hjá okkur. Þá ræddum við um brunavarnir og unnum alls konar verkefni tengd eld- og brunavörnum. Á fimmtudeginum var svo brunaæfing þar sem rýmingaráætlun var æfð, þá var brunabjallan sett í gang og söfnuðust öll börn saman í fataklefum á sinni deild. Æfingin gekk mjög vel og voru öll meðvituð um hvað þau ættu að gera ef brunabjallan færi í gang. Við enduðum svo eldvarnarvikuna með vasaljósadegi, börnin fengu að fara út í myrkrið með vasaljósið sitt og leita að endurskinsmerkjum sem búið var að hengja upp víðs vegar um garðinn okkar. Þá ætlaði slökkviliðið að heimsækja okkur en þurfti að sinna brýnni verkefnum og eigum við því heimsóknina inni hjá þeim.