Hrekkjavaka

Hrekkjavaka hefur fest sig í sessi í Klettaborg eins og víða annars staðar í samfélaginu. Undirbúningurinn er alltaf svo skemmtilegur og erum við að föndra alls kyns furðuverur, skreyta, lesa bækur og í leikjum nokkrum vikum fyrir sjálfa Hrekkjavökuna. Á Hrekkjavökunni komu börn og kennarar í búning í leikskólann og voru allskyns furðuverur sem dúkkuðu upp þennan dag. Við slógum upp balli í salnum og var glatt á hjalla hjá okkur.

Við leyfum myndunum að tala sínu máli.