Árgangur 2018 í Kviku

Í dag fór árgangur 2018 í Kviku. Kvikan er staðsett í Menntaskóla Borgarfjarðar og þar geta töfrarnir gerst og hugmyndir orðið að veruleika. Börnin máluðu jólatré sem skorin voru með út með leysir, einnig bjuggu þau til jólasveinagluggalímmiða

Aðventan

Nú er aðventan gengin í garð með tilheyrandi undirbúningi, notalegheitum, söng og föndri. Þetta er alltaf skemmtilegur tími í leikskólanum og eru börnin full tilhlökkunar fyrir öllu því sem er að gerast á þessum tíma árs. Í leikskólanum reynum við að skapa rólega stemmningu, við lesum mikið bækur, föndrum í rólegheitum og hlustum á og syngjum jólalög. Líkt og síðustu …

Foreldraskemmtanir

Í Klettaborg hefur skapast hefð fyrir að halda foreldraskemmtun og í ár var hún haldin seinustu vikuna í nóvember, þá voru allar deildir með foreldraskemmtun. Á skemmtunina bjóða börnin foreldrum og öðrum nákomnum ættingjum að koma í leikskólann á skemmtunog að skoða deildina. Börnin voru ýmist að syngja, segja brandara, fara með vísur eða að sýna frá daglegu starfi í …

Eldvarnarvika

Þann 19. – 25. nóvember var Eldvarnarvika hjá okkur. Þá ræddum við um brunavarnir og unnum alls konar verkefni tengd eld- og brunavörnum. Á fimmtudeginum var svo brunaæfing þar sem rýmingaráætlun var æfð, þá var brunabjallan sett í gang og söfnuðust öll börn saman í fataklefum á sinni deild. Æfingin gekk mjög vel og voru öll meðvituð um hvað þau …

Hrekkjavaka

Hrekkjavaka hefur fest sig í sessi í Klettaborg eins og víða annars staðar í samfélaginu. Undirbúningurinn er alltaf svo skemmtilegur og erum við að föndra alls kyns furðuverur, skreyta, lesa bækur og í leikjum nokkrum vikum fyrir sjálfa Hrekkjavökuna. Á Hrekkjavökunni komu börn og kennarar í búning í leikskólann og voru allskyns furðuverur sem dúkkuðu upp þennan dag. Við slógum …

Klettaborg 45 ára!

Þann 11. október síðastliðinn voru 45 ár liðin frá stofnun leikskólans okkar og var því fagnað vel og rækilega af starfsfólki, börnum og foreldrum leikskólans. Nokkru fyrir afmælishátíðina boðaði Dóra leikskólastjóri elstu börnin á Sjónarhóli á krakkafund til þess að ræða það hvernig þau vildu halda upp á afmæli leikskólans. Á krakkafundum koma börnin hugmyndum sínum á framfæri og þegar …