Ný íbúðargata er að verða til á Varmalandi. Starfsmenn Borgarverks hafa unnið að gerð götunnar frá því í lok ágúst og er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið á þessu ári. Samkvæmt deiliskipulagi eiga að koma tvær nýjar íbúðagötur á Varmalandi og er þetta sú fyrri. Við götuna verða tvær parhúsalóðir, tvær raðhúsalóðir og fimm einbýlishúsalóðir. Við efri götuna, …
Gott samstarf við eldri borgara
Í sumar var gerð tilraun með að fá eldri borgara í Borgarfirði til að sinna safnvörslu á Pourquoi-pas? sýningunni í Englendingavík í Borgarnesi. Alls sinntu 7 manns þessari vörslu og unnu samtals 66 daga, en starfsfólk frá Safnahúsi annaðist afganginn af vöktunum. Í dag var haldinn hádegisfundur í Landnámssetri, þar sem safnverðir sumarsins hittust til að fara yfir reynslu sína …
Bekkir bæjarins
Eflaust hafa ýmsir tekið eftir að bekkjum fyrir almenning í Borgarnesi var fjölgað í sumar. Undanfarna mánuði hafa á annan tug bekkja prýtt bæinn. Bekkir draga að sér gangandi vegfarendur og eru því til þess fallnir að auðga mannlíf þéttbýlisstaða. Auk þess að hafa notagildi sem hvíldarbekkir og áningastaðir þá hafa þeir þau áhrif að þar sem þeim er komið …
Sparkvöllur við Laugagerðisskóla
Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að sparkvelli við Laugagerðisskóla. Verktaki við gerð vallarins er Velverk ehf. og stýrði Björgvin Ölversson vélinni. Sparkvöllur var vígður við Grunnskólann í Borgarnesi árið 2004 og er þess ekki langt að bíða þar til sparkvöllurinn við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri verði tekinn í notkun. Myndir með fréttinni tók Jökull Helgason.
MÍMIR ungmennahús
Vetrarstarfið hjá Mími er hafið. Mímir ungmennahús, við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi, er ætlað ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára. Starfsmenn ungmennahússins eru þau Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir og Svanberg Rúnarsson. Föst dagskrá vetrarins: Opið hús: Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 20:00 – 23:00 Vélhjólaklúbburinn Raftar: fastir fundir annað hvert mánudagskvöld kl. 20:00 Mömmudagar: allar nýbakaðar mæður eru hjartanlega velkomnar …
Molda á Hvanneyri 10 ára – Hún lengi lifi!
Jarðgerðarílátið á Hvanneyri, sem gengur undir nafninu Molda, hefur í 10 ár búið til mold úr matarúrgangi Hvanneyringa. Síðastliðið vor var hún flutt úr gróðurhúsinu sem hún hefur staðið í frá upphafi í bætta aðstöðu í Þórulág. Nýja húsnæðið í Þórulág er nýuppgert og er aðstaða þar til meðhöndlunar moltu öll hin besta. Á leið sinni milli húsa fékk Molda …
Breyttur fundartími fræðslunefndar Borgarbyggðar
Fræðslunefnd Borgarbyggðar hefur hingað til fundað fyrsta og þriðja mánudag í hverjum mánuði klukkan 17:00. Frá og með september verða fastir fundir, hjá nefndinni, fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði kl. 17:00. Erindi sem eiga að fara fyrir fund verða að berast fræðslustjóra í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni fyrir fund. Fyrri fundur hvers mánaðar er tileinkaður málefnum grunnskólanna …
Veðursæld í Borgarbyggð
Borgarbyggð lenti í öðru sæti yfir veðursælustu sveitarfélög landsins í veðurleik veðurstofu Stöðvar 2 og Vísis í sumar. Leikurinn stóð frá júní til enda ágúst. Í fyrsta sæti var Bláskógabyggð og í þriðja sæti Rangárþing Eystra. Niðurstöðurnar voru fengnar með því að taka saman veðurskráningar þátttakenda frá hverju sveitarfélagi fyrir sig og bera saman við niðurstöður þátttakenda frá öðrum sveitarfélögum. …
Starfsmaður óskast við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Kvenkyns starfsmaður óskast við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. október. Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, þrifum, afgreiðslu ofl. Starfsmaður þarf að hafa ríka þjónustulund, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilnings á íþrótta- og æskulýðsstarfi. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri …
Starfsmenn óskast í hlutastörf við íþróttamiðstöðvarnar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi
Starfsmenn óskast í hlutastarf við íþróttamiðstöðina á Kleppjárnsreykjum og við íþróttamiðstöðina á Varmalandi. Um er að ræða hlutastörf seinni hluta dags. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og geta hafið störf 1. október næstkomandi. Starfið felst m.a. í umsjón og gæslu mannvirkja, baðvörslu, þrifum, afgreiðslu og eftirliti með tækjum. Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund, gott lag á …