Starfsfólk Óðals í heimsókn á Akranesi

mars 19, 2008
Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi heimsóttu félagsmiðstöðina Arnardal á Akranesi í vikunni til að funda um félagsmiðstöðvar, ungmennahús og vinnuskóla sveitarfélaganna, en gott samstarf hefur verið um langt skeið hjá þessum tveimur félagsmiðstöðvum. Við þetta tækifæri skoðuðu starfsmenn Óðals einnig nýju aðstöðuna sem Arnadalur hefur fengið.
Á myndinni eru þau Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála á Akranesi, Hanna Sigríður Kjartansdóttir starfsmaður Óðals og forvarnarfulltrúi Borgarbyggðar, Lúðvík Gunnarsson deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála Akranesi, Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar og Sigurþór Kristjánsson starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Óðals Borgarnesi að skoða nýja og glæsilega aðstöðu unglinga og ungmenna á Akranesi.
 

Share: