Dagmæður Borgarbyggðar og foreldrar ungbarna á skyndihjálparnámskeiði

apríl 1, 2008
Borgarfjarðardeild Rauða Krossins hélt skyndihjálparnámskeið fyrir þá sem sinna umönnun ungra barna þann 26. mars síðastliðinn og var mæting einstaklega góð. Námskeiðið sátu alls 15 manns og voru þátttakendur foreldrar ungbarna og dagmæður Borgarbyggðar. Á námskeiðinu var fjallað um fyrstu hjálp sem snýr að ungbörnum og hvernig eigi að bregðast við slysum, því þau gera víst aldrei boð á undan sér. Einnig æfðu námskeiðsgestir sig í blástursaðferðinni og að gera hjartahnoð á ungbarnabrúðum. Námskeiðið heppnaðist einstaklega vel og er von um að halda aftur svona námskeið því færri komust að en vildu.
 
 

Share: