Úrslitakeppnin hefst í kvöld – Bein útsending frá FM Óðal

mars 28, 2008
Úrslitakeppni hefst í kvöld í Grindavík en þangað fara menn til að freista þess að ná sigri á sterku liði grindvíkinga.
Þeir sem ekki komast á leikinn í kvöld geta hlustað á lýsingu á honum í beinni útsendingu á FM Óðal 101,3 þar sem íþróttafréttamenn Óðals lýsa leiknum heim. Heimaleikurinn okkar við Grindavík verður svo á sunnudaginn kl. 19.15 í Borgarnesi og þá mæta allir á leik. Tvo sigra þarf til að komast í fjögurra liða úrslit keppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.
Áfram Skallagrímur!
 

Share: