Menningarsjóður Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og skal það gert með veitingu styrkja eða öðrum þeim verkefnum sem stjórn sjóðsins telur þjóna markmiðum hans. Megináherslan er á að styðja verkefni sem styrkja menningarlíf í héraðinu sem og þau sem eru líkleg til þess að vekja almenna athygli á menningarstarfsemi á svæðinu. Úthlutanir styrkja …
Skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi!
Skóflustunga að nýju fjölnota húsi mun fara hátíðlega fram á fimmtudaginn 20. mars kl.17:00. Við vonumst til að sjá sem flesta og fagna þessum tímamótum í íþróttahreyfingunni í Borgarbyggð. Framkvæmdir hefjast svo á næstu vikum en lesa má nánar um það hér:
Upphaf framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Borgarnesi
Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum. Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og …
Stóri Plokkdagurinn 2025
Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með dyggri aðstoð góðra bakhjarla. Markmiðið er að hvetja sem flesta til að taka þátt …
262. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
262. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 13. mars nk., kl. 16 á þriðju hæð í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar 262 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér
Kristbjörg Ragney sigraði söngkeppni Samvest
Fimmtudaginn 6. mars var Söngkeppni Samvest haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Keppnin er undankeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi fyrir Söngkeppni Samfés. Þær Erla Ýr Pétursdóttir og Kristbjörg Ragney Eiríksdóttir sigruðu Söngkeppni Óðals og kepptu því fyrir hönd Óðals en tæplega 40 unglingar frá Óðali fóru með til Ólafsvíkur til að hvetja þær áfram. Kristbjörg Ragney sigraði keppnina og verður því …
Lýðheilsustefna Borgarbyggðar – Opnir fundir um íþróttir og hreyfingu
Borgarbyggð vinnur nú að gerð lýðheilsustefnu fyrir sveitarfélagið. Fyrsta stoðin í þeirri vegferð er ný stefna í íþróttum og hreyfingu og er henni ætlað að verða leiðarljós til góðra verka á sviði íþrótta og lýðheilsu. Guðmunda Ólafsdóttir hefur verið ráðin til þess að halda utan um stefnumótunarvinnuna. Guðmunda situr í varastjórn UMFÍ og hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar bæði sem sjálfboðaliði …
Lausar lóðir sýnilegar í kortasjá Borgarbyggðar
Sveitarfélagið hefur undanfarin misseri unnið að því að gera lausar lóðir aðgengilegar í kortasjá og er afraksturinn nú sýnilegur notendum. Með þessari lausn geta áhugasamir litið yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu og fengið allar helstu upplýsingar í gegnum vefinn. Kortasjáin er uppfærð jafnóðum og breytingar verða á lóðaframboði, þannig að notendur hafa alltaf aðgang að nýjustu upplýsingum. Ef notandi vill nýta sér …
Sveitarfélög á Vesturlandi óska eftir fundi vegna ástands í vegamálum
Sveitarfélög á Vesturlandi kalla eftir aðgerðum í vegamálum Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sent forsætisráðherra formlegt bréf þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna alvarlegs ástands í vegamálum á svæðinu. Í erindinu er óskað eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum til að ræða skipun viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa Vesturlands …
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63 Vinna er hafin að nýju við uppbyggingu fjögurra hæða fjölbýlishúss við Borgarbraut 63, sem reist er í samvinnu Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar fasteignafélag. Nú stendur yfir jarðvinna, og unnið er að gerð á rampi niður í bílakjallara. Ljóst er að framkvæmdirnar hafa áhrif á aðkomu að Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Brákarhlíð, auk þess sem íbúar …