Menningarstefna Borgarbyggðar gefin út

apríl 2, 2008
Meginatriði menningarstefnu Borgarbyggðar hafa nú verið gefin út í bæklingi, sem liggur frammi á sveitstjórnarskrifstofunum. Hann hefur einnig verið sendur til allra sveitarstjórnarmanna og helstu stofnana sveitarfélagsins og verður sendur til Menntaskóla Borgarfjarðar og háskólanna í héraði. Í bæklingnum eru 17 grundvallaratriði stefnunnar tíunduð auk þess sem farið er í stuttu máli yfir vinnuferlið við mótun hennar. Sú vinna hófst vorið 2006 og fór fram með ýmsum hætti, s.s. vinnufundum með íbúum, aðstoð ráðgjafa, viðtölum við forsvarsmenn menningarstofnana auk vinnuframlags menningarnefndar og menningarfulltrúa. Verkefninu lauk svo með samþykkt stefnunnar í sveitarstjórn haustið 2007. Sjá má bæklinginn með því að smella hér, en hann og menningarstefnuna í ítarlegri útgáfum má einnig sjá hér á heimasíðunni undir starfsemi/menningarmál/menningarstefna.
 
Mynd: Olgeir Helgi Ragnarsson

Share: