Þann 11. október síðastliðinn voru 45 ár liðin frá stofnun leikskólans okkar og var því fagnað vel og rækilega af starfsfólki, börnum og foreldrum leikskólans.
Nokkru fyrir afmælishátíðina boðaði Dóra leikskólastjóri elstu börnin á Sjónarhóli á krakkafund til þess að ræða það hvernig þau vildu halda upp á afmæli leikskólans. Á krakkafundum koma börnin hugmyndum sínum á framfæri og þegar öll voru búin að viðra skoðun sína um hvernig afmæli leikskólans ætti að vera var haldin lýðræðisleg kosning. Ákveðið var að bjóða foreldrum, ömmum og öfum í morgunhressingu í leikskólanum, hafa búningadag og ball í salnum, pizzu í hádegismat og köku í síðdegishressingu.
Dagurinn var frábær í alla staði og þökkum við öllum þeim sem fögnuðu með okkur.