Fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum

Á þriðjudag í síðustu viku voru fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum. Allir bekkir tóku þátt og voru nemendur settir í lið þvert á stig, svo í hverju liði voru nemendur úr yngsta, mið- og unglingastigi. Leikarnir heppnuðust mjög vel og voru allar þrautirnar inni í íþróttahúsi vegna veðurs. Keppt var í ýmsum þrautum: tónlistarkahoot, byggja hæsta turninn úr kaplakubbum, raða tölum í …

Fjölgreindarleikar á Varmalandi

Fjölgreindarleikar voru haldnir á Varmalandi miðvikudaginn 25. október. Í boði voru ýmsar stöðvar í tengslum við fjölgreindirnar. Sem dæmi má nefna tónlistarstöð, baunapokakast, umhverfisstöð, spilastöð, píramýdastöð, tangramstöð og réttindaskólastöð. Að þessu sinni var foreldrum boðið að taka þátt með nemendum og var gaman að sjá þá taka þátt í verkefnunum. Nemendum var blandð í hópa þvert á aldur og foreldrum …