Þemadagar á Varmalandi

Unnið var þvert á aldur með viðfangsefnið um dýr og náttúru í Úkraínu og á Íslandi. Nemendur útbjuggu myndir af svipuðum dýrum frá sitthvoru landinu, einnig var útbúinn fuglamatur úr könglum sem voru hengdar upp inn í skógi. Nemendur skoðuðu dýr sem eru sameiginleg milli landa og hvaða sérkenni hafa þau. Einnig fóru nemendur í dýratengda leiki ásamt því að …

Þemadagar á Hvanneyri

Þemadagar á Hvanneyri voru haldnir 8. – 10. október síðastliðinn. Unnið var með Fjölgreindakenningu Howards Gardner og voru viðfangsefnin því mjög fjölbreytt. Nemendum var skipt upp í fjóra hópa, þvert á aldursstig, sem þeir unnu með alla þrjá dagana að ólíkum viðfangsefnum sem öll komu á einhvern hátt inn á eitthvert svið kenningarinnar. Samvinna var svo rauði þráðurinn í þessu öllu saman og …

Smiðjuhelgi

Fyrri smiðjuhelgi skólaársins fór fram á Kleppjárnsreykjum dagana 4.og 5.október. Að venju komu nemendur frá Auðarskóla og Reykhólaskóla og tóku þátt í smiðjuvinnunni með nemendum Grunnskóla Borgarfjarðar. Smiðjuhelgi er haldin til að auka fjölbreytni í vali unglinganna í námi og einnig vegna þess að vikuleg stundatafla þeirra er einni kennslustund styttri en reglugerð kveður á um. Að þessu sinni var …

Bátagerð

1-4.bekkur á Kleppjárnsreykjum fékk það skemmtilega verkefni 26. september í útikennslu að vinna tvö og tvö saman að því að föndra sér báta. Bátarnir voru búnir til úr alls konar efnivið sem fannst að mestu inn í eldhúsi s.s. eggjabökkum, dollum, morgunkornspökkum og pappírshólkum.  Bátarnir áttu að uppfylla nokkur skilyrði en þau voru að þeir áttu að fá nafn, geta …

Skólabúðir 9. bekkjar

Vikuna 9.-13. september dvaldi 9. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar í skólabúðum í Vindáshlíð þar sem Jurgen, sem er gjarnan kenndur við Laugar, sér um skipulag og dagskrá. Frá GBF fóru 11 nemendur, ásamt þeim voru nemendur úr samstarfsskólunum á Vesturlandi, Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla, Heiðarskóla og Grunnskólanum á Reykhólum. Nemendum var skipt í 2 hópa, rauða liðið og bláa liðið. Þessir …

Myndmennt á Varmalandi

Hópur 2 sem er í myndmennt á Varmalandi gerði myndverk þar sem þau unnu með grunnlitina og blönduðu 2. stigs liti. Þau unnu líka haustlitaverkefni þar sem þau bjuggu til og máluðu sveppi úr pappa.

Oddsstaðarétt

Á miðvikudaginn fóru nemendur 3. – 5. bekkjar á Hvanneyri í Oddsstaðarétt og höfðu mjög gaman af. Veðurguðirnir voru hliðhollir í réttunum í dag, en það er yfirleitt alltaf gott veður í Oddsstaðarétt. Gleði, kurteisi og mikið hugrekki einkenndi hópinn og allflestir prófuðu að draga kind í dilk. Þær létu nú ekki alltaf vel af stjórn en þetta eru sterkir krakkar og létu …

Miðstigsleikar

Miðstigsleikar voru haldnir í Borgarnesi miðvikudaginn 4. september. Þar komu saman nemendur af miðstigi frá samstarfsskólunum á Vesturlandi og kepptu í knattspyrnu, 60 m. hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Veðrið var fjölbreytt en krakkarnir voru kátir að hittast og etja saman kappi.  

Skólaslit vorið 2024

Skólaslit eru alltaf hátíðlegur viðburður. Nemendur mæta með foreldrum sínum og hlusta á vel valin orð Helgu Jensínu skólastjóra. Nemendur fengu vitnisburðarmöppurnar sínar afhendar af umsjónarkennurum og viðurkenningar voru veittar fyrir framfarir í lestri. Nemendur sem eru að ljúka grunnskólagöngu sinni og hafa sýnt framúrskarandi árangur fá viðurkenningar. Einnig færir skólinn öllum nemendum sem eru að útskrifast birkitré að gjöf. …

Samstarfsdagur 7.- 9. bekkjar

Þann 28.maí komu nemendur 7.-9. bekkja saman á Varmalandi.  Kennarar þeirra höfðu undirbúið skólastarf dagsins og innifól það íþróttir, útikennslu og ýmis spil. Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur sem unnu að verkefnum sínum. Þennan dag voru 10.bekkingar í útskriftarferð sinni svo tilvalið var að þjappa verðandi unglingastigi saman á þennan hátt og þótti það takast með ágætum.