Samsöngur á Kleppjárnsreykjum

Föstudaginn 1. desember var dagur tónlistarinnar og af því tilefni var eflt til samsöngs á landinu öllu. Nemendur á Kleppjárnsreykjum lögðu sitt af mörkum við sönginn og mættu þau öll í matsalinn og tóku þátt í átakinu. Sungið var lagið Það vantar spýtur eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur en hún varð 70 ára á þessu ári. Nemendur sungu með mikilli upplifun og skemmtu sér vel.