Stefna og markmið skólans

Framtíðarsýn

Grunnskóli Borgarfjarðar útskrifar metnaðarfulla nemendur, sem nýta styrkleika sína til að ná árangri. Skólinn er sérstaklega sterkur á sviði lýðheilsu, lífsleikni, list- og verkgreina, með tengingu við náttúru, arfleifð, menningu og sögu heimasvæðisins. Skólinn eykur fjölbreytni sína í gegnum ólíkar starfsstöðvar, sem standa og vinna saman að stöðugt betri árangri.

Hlutverk skólans

Hlutverk Grunnskóla Borgarfjarðar, í skipulagðri samvinnu við heimilin og samfélagið, er að:

– stuðla að vellíðan, alhliða þroska og heilbrigði nemenda
– veita nemendum tækifæri til alhliða menntunar, bæði hugar og handa
– efla gagnrýna hugsun nemenda, lífsgleði og jákvæða sjálfsmynd
– undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi, með sjálfstraust og áræðni til að hafa áhrif á þróun samfélagsins.

Gildi skólans

Við:

– berum virðingu fyrir sjálfum okkur, öðrum og umhverfinu
– tökum ábyrgð á því sem við gerum og segjum
– ástundum heiðarleg og réttlát samskipti, byggð á gagnkvæmu trausti
– göngum með gleði og jákvæðu hugarfari til leiks og starfs
– stöndum saman og vinnum saman
– sýnum umburðarlyndi og kærleika í samskiptum
– erum metnaðarfull, skipulögð og öguð í öllu sem við gerum
– gætum fyllsta trúnaðar um málefni annarra
– hvetjum til heilbrigðs lífernis