Stofnfundur Menntaskóla Borgarfjarðar

Stofnfundur Menntaskóla Borgarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 04. maí 2006 í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og hefst kl. 16,30.   Dagskrá: Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar setur fundinn. Freyjukórinn syngur sumarlag. Runólfur Ágústsson rektor á Bifröst flytur ávarp. Unglingar úr Grunnskóla Borgarfjarðar sýna dans. Stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. og kjör í stjórn félagsins. Unglingar í Grunnskóla Borgarness flytja atriði úr Ávaxtakörfunni. Undirritun …

Umhverfisráðherra í heimsókn

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra heimsótti Borgarbyggð s.l. miðvikudag ásamt fulltrúum frá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisráðuneytinu. Í upphafi heimsóknar fundaði hún með bæjarráði Borgarbyggðar og slökkviliðsstjóra um afleiðingar sinubrunans á Mýrunum 30. mars til 2. apríl s.l. og stjórn og skipulag slökkvistarfsins. Á fundinum kom fram að Umhverfisráðherra hefur þegar falið Náttúrufræðistofnun Íslands að rannsaka áhrif eldanna á lífríkið og mun stofnunin …

Gleðilega páska !

Strákarnir „okkar“ páskagulir og flottir                                           Það verður án efa mikið talað um körfubolta í Borgarfirði um páskana og hvað strákarnir okkar hafa staðið sig vel í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn. Áhrif þessa á samfélagið eru mikil og jákvæð og sérlega …

Íbúafundur í Lyngbrekku

Þriðjudagskvöldið 11 apríl. n.k. kl. 21.00 verður haldinn íbúafundur í Lyngbrekku þar sem rætt verður um slökkvistarf vegna sinueldanna sem brunnu á Mýrum 30. mars til 2. apríl s.l. Á fundinum munu fulltrúar frá slökkviliði Borgarbyggðar, slökkviliði Borgarfjarðardala og lögreglunni fara yfir aðkomu þessara aðila að slökkvi- og björgunarstörfum. Tilgangur fundarins er því fyrst og fremst að fara yfir málin …

Sinueldarnir á Mýrum í Borgarbyggð

Fréttatilkynning frá bæjarstjórn Borgarbyggðar 3.apríl 2006 Þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu við slökkvistarf á Mýrum í Borgarbyggð Sinueldarnir á Mýrum í Borgarbyggð 30. mars til 1. apríl síðastliðinn eru með mestu hamförum sinnar tegundar á landinu í áratugi. Með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu …

Mikil spenna fyrir leiknum í Keflavík í kvöld

Fjölmargir eru nú að undirbúa för sýna til Keflavíkur á þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Sparisjóður Mýrasýslu kom færandi hendi í gær og bauð fríar sætaferðir á leikinn. Farið verður frá íþróttamiðstöðinni kl. 17.30 á eftir. Heyrst hefur að margir borgfirðingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu ætli að þyrpast á leikinn þannig að þetta verður eitt …

Vina- og forvarnarvika

Þessa vikuna stendur yfir átaksvika sem nefnist Vina- og forvarnarvika í Borgarnesi og er að þessu sinni aðaláherslum beint að ungmennum á framhaldsskólaaldri og þeim unglingum í 10. bekk sem eru að fara í framhaldsskóla næsta haust. Fjölmenni á fyrirlestri   Verkefnið er nokkuð viðamikið og er samstarf þeirra sem sinna forvörnum í Borgarbyggð og á Akranesi og eru ungmennahús …

Ávaxtakarfan í Óðali í kvöld

Árshátíð NFGB verður frumsýnd í kvöld fimmudag og er það söngleikurinn Ávaxtakarfan sem sett var upp þetta árið. Við viljum hvetja alla fjölskylduna að fara saman í leikhús og eiga saman góða stund þar sem unglingarnir okkar fara á kostum í líflegri sýningu. Mikið er um dagsýningar til að þau yngri komist í leikhús.. Sýningar: Frumsýning : Fim.23. mars kl. …

Rekstur Borgarbyggðar gekk vel á árinu 2005

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2005 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 9. mars s.l. Síðari umræða um reikninginn fer fram í bæjarstjórn fimmtudaginn 6. apríl n.k. Í samræmi við reikningsskil sveitarfélaga er starfseminni skipt upp í tvo hluta, annars vegar A-hluta og hins vegar B-hluta. Til A-hluta telst sú starfsemi sem að hluta eða öllu leyti …

Auglýsing um verkefnastyrki til menningarstarfs á Vesturlandi 2006

Menningarráð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Vesturlandi, Menntamálaráðuneytisins og Samgönguráðuneytis frá 28. október 2005, um menningarmál.   Veita á styrki til menningarstarfs á Vesturlandi. Ein úthlutun verður árið 2006, í apríl. Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi geta sótt um styrk til margvíslegra menningarverkefna, en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á …