Verðlækkun í mötuneytum

mars 29, 2007
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að lækka gjaldskrár mötuneyta í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins um 5% frá og með 1. mars sl. Þetta er gert með tilliti til lækkunar virðisaukaskatts á matvæli. Sjá má nýja gjaldskrá fyrir leikskóla sveitarfélagsins með því að smella hér.
 

Share: