Góð þjónusta vel þegin

apríl 12, 2007
Alls nýttu um 2.300 manns sér þjónustu sundstaða í sveitarfélaginu í páskaleyfinu, en opið var í íþróttamiðstöðvum alla hátíðardagana í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi. Langflestir fóru í sund í Borgarnesi og er þar um að ræða nokkra aukningu frá því í fyrra.
 
Starfsmenn sundstaða sveitarfélagsins lögðu það á sig að vinna um helgidagana og fá hrós fyrir gott starf.
Þess má einnig geta að endurbættur þreksalur er nú tilbúinn á Varmalandi og verið er að klára breytingar á þreksal á Kleppjárnsreykjum þessa dagana.
 
Ljósmynd með frétt: Indriði Jósafatsson

Share: