Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands

apríl 10, 2007
Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands verður haldinn í Klifi í Ólafsvík á morgun, 11. apríl 2007. Fundurinn hefst kl. 14.00 og að loknum aðalfundarstörfum flytur Ágúst Einarsson rektor háskólans á Bifröst erindi sem nefnist: Menning – tækifæri Vesturlands í nýrri atvinnuháttarbyltingu.
Dagskrá:
Kl. 14.00

  1. Aðalfundur settur. Helga Halldórsdóttir formaður Menningarráðs.
  2. Starfsmenn aðalfundar skipaðir.
  3. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu starfsári. Helga Halldórsdóttir og Elísabet Haraldsdóttir.
  4. Ársreikningur ráðsins fyrir liðið ár lagður fram.
  5. Tilnefning í stjórn og varastjórn, og kosning endurskoðenda. ( Sjá grein 6. í stofnsamþykktum og viðauka.)
  6. Fjárhagsáætlun 2007.
  7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
  8. Önnur mál.

Undirritun samninga Menningarráðs við Tónlistarskólana, UKV og Skessuhorn.
Tónlistaratriði úr Snæfellsbæ.
Kl. 15.00
Rektor háskólans á Bifröst Ágúst Einarsson heldur erindi Menning- tækifæri Vesturlands í nýrri atvinnuháttarbyltingu
Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar.
Fundi slitið kl. 16.00

Share: