Börn á leikskólanum UgluklettiAðstoðarmaður í eldhús óskast í leikskólann Ugluklett i Borgarnesi frá og með 1. október n.k. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma: 433-7150. Mynd: Jökull Helgason
Borgarbyggð keppir í Útsvari í kvöld.
Síðasta föstudagskvöld hófst íslenskur spurningaþáttur undir nafninu Útsvar, þar sem 24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli. Í kvöld, 21. september mun Borgarbyggð keppa við Grindavíkurbæ í beinni útsendingu í sjónvarpssal. Lið Borgarbyggðar er skipað þeim Kjartani Ragnarssyni, Nönnu Einarsdóttur og Hauki Júlíussyni og því von á harðri og skemmtilegri keppni. Liðið má hringja einu sinni í hjálparmann til …
Forstöðumaður framkvæmdasviðs hættir störfum
Sigurður Páll Harðarson, forstöðumaður framkvæmdasviðs, lætur formlega af störfum hjá Borgarbyggð 1. nóvember næstkomandi. Sigurður Páll hóf störf sem bæjarverkfræðingur í Borgarnesi árið 1993. Hann hefur nú ráðið sig sem ráðgjafa á fyrirtækjasviði hjá KPMG í Reykjavík. Jón Friðrik Jónsson sem verið hefur umsjónarmaður fasteigna lét af störfum hjá sveitarfélaginu 15. september síðastliðinn. Ásgeir Rafnsson mun taka yfir hluta af …
Íþróttafrömuðurinn Íris Grönfeldt fagnar 20 ára starfsafmæli í dag.
Íris Grönfeldt íþróttafræðingur fagnar í dag, 21. september, 20 ára starfsafmæli í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Síðustu ár hefur Íris sinnt almenningsíþróttum í fullu starfi við íþróttamiðstöðina og leiðbeint fólki í íþróttahúsunum í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum. Það eru ekki mörg sveitarfélög sem bjóða íbúum sínum upp á ókeypis leiðsögn íþróttafræðings í íþróttamiðstöðvum sínum og hefur metnaður Borgarbyggðar hvað varðar …
Umhverfisviðurkenningar 2007
Umhverfisnefnd Borgarbyggðar óskaði eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins fyrir 17. ágúst síðastliðinn um fallegasta garðinn, snyrtilegustu götuna, myndarlegasta bændabýlið, snyrtilegasta frágang lóðar atvinnuhúsnæðis og lóð atvinnuhúsnæðis sem er í mestri framför frá árinu á undan. Lionsklúbburinn Agla og umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar sáu um að taka við tilnefningunum. Á fimmta tug tilnefninga bárust. Félagskonur í Lionsklúbbnum Öglu sjá um að velja þá …
Úthlutun lóða í Borgarnesi og á Hvanneyri.
Á fundi byggðarráðs í gær var dregið úr umsóknum um lóðir sem auglýstar voru nýverið í Bjargslandi í Borgarnesi og Flatahverfi á Hvanneyri. Fulltrúi sýslumanns, Jón Einarsson, í Borgarnesi sat fundinn meðan dregið var úr umsóknum. Aldrei áður hefur komið til þess í Borgarbyggð að draga hefur þurft milli umsækjanda um lóð og þessi úrdráttur því sögulegur. Í Bjarglandi voru …
Skipulagsauglýsing – 2007-20-09
Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Eskiholts II. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Breytingin fellst í að svæði sem á upprunalegu deiliskipulagi er merkt sem fyrirhuguð stækkun er nú skipulagt með 30 nýjum lóðum. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 20.09.2007 til 18.10.2007. …
Opið hús á miðvikudagskvöldum í Óðali.
Boðið verður upp á þá nýjung í vetur á vegum félagsmiðstöðvarinnar Óðals að hafa opið hús fyrir ungmenni á miðvikudagskvöldum milli kl. 20:00 og 22:00. Sjá heimasíðu Óðals Myndin er tekin í upptökuveri Óðals.
Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa 19 september
Minnt er á viðtalstíma sveitarstjórnarfulltrúa í dag, 19. september, í ráðhúsi Borgarbyggðar. Þessi þjónusta var auglýst 11. september síðastliðinn á heimasíðu Borgarbyggðar.
Styrkir til menningarverkefna
Þriðjudaginn 18. september n.k. mun Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands verða til viðtals milli kl. 16,oo og 17,oo í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og kynna reglur um úthlutun styrkja frá Menningarsjóði Vesturlands. Einnig mun hún veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknir á árinu 2008. Mikilvægt er að allir þeir sem hyggja á að senda umsóknir til sjóðsins kynni …