„ Dráttarvélin tekin út úr fjósinu og stefnan sett á Grindavík“

apríl 3, 2008
Leikmenn Skallagríms eru nú lagðir af stað til Grindavíkur á Oddaleikinn þar sem verður háður í kvöld.
Þessi skemmtilega mynd var tekin upp á golfvelli af „Skallagrímsdráttarvélinni“ hans Jóns Finnssonar þegar leikmenn Skallagríms mátuðu gripinn og slógu úr nokkrum fötum í leiðinni.
 
Þjálfarinn Ken Webb er að sjálfsögðu brosandi við stýrið eins í öðrum leikjum liðsins. Búist er við að margir fari á þennan mikilvæga leik til að taka þátt í stemningunni á staðnum en einnig verður leiknum lýst í beinni útsendingu á íþróttadeild FM Óðals á tíðni 101,3 og geta þá þeir sem ekki fara hlustað á útsendinguna í útvarpi Óðals. Einnig verða brot úr leiknum sýnd á Sýn Extra.
Sætarferðir verða farnar frá íþróttamiðstöðinni Borgarnesi kl. 16.45 á þennan mikilvæga leik.
 
Áfram Skallagrímur.

Share: