Það var boðið upp á hörkuleik tveggja old boy‘s liða á sunnudaginn var í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.
Þarna áttust við burtflognir Borgfirðingar sem snéru heim aftur um stund til að etja kappi við staðbundna borgfirðinga sem hafa æft körfubolta vel í vetur.
Þeir burtfluttu tóku upp á að æfa saman sér til gamans í Reykjavík fyrir nokkrum árum aðallega til að hittast í höfuðborginni og halda tengslum og spjalla í léttum leik. Nú var komið að því að koma heima aftur og keppa við old boy‘s lið Skallagríms.
Jafnt var á öllum tölum í þessum æsispennandi leik allt til enda en þá sigu burtfluttir fram úr og unnu leikinn með 6 stiga mun.
Framtakið er gott og þegar búið að ákveða að hittast aftur. Það væri óskandi að þessi fríði hópur ungra manna komi í framtíðinni heim aftur og er aldrei að vita nema að það gerist ef uppbygging heldur áfram á svæðinu og atvinnutækifærum fjölgar.
Á myndinni eru Old boy‘s lið Skallagríms og fyrir aftan standa gestirnir af höfuðborgarsvæðinu sem margir hafa leikið með Skallagrím á árum áður.
i.j.