Ákveðið hefur verið að bjóða upp á íþróttaskóla fyrir 1. og 2. bekk einu sinni í viku á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum ef næg þátttaka fæst.
Tímarnir verða á miðvikudögum frá kl. 15:00-16:00 og hefjast 9. apríl á Hvanneyri og á mánudögum frá kl. 15:15-16:00 og hefjast 7. apríl á Kleppjárnsreykjum.
Leiðbeinandi íþróttaskólans á Kleppjárnsreykjum verður Arnar Guðjónsson.
Leiðbeinandi íþróttaskólans á Hvanneyri verður Berglind Long.
Áhersla verður lögð á að börnin kynnist sem flestum íþróttagreinum. Eftir því sem börnin þekkja fleiri íþróttagreinar reynist þeim auðveldara að velja sér íþrótt til að stunda þegar fram í sækir.
Skráning og innheimta verður aðeins í gegnum Tómstundaskólann/Selið og gilda reglur skólans varðandi greiðslur og uppsögn á tímum. Verðskrá Selsins gildir og þar kostar klukkustundin 165.-kr. Leiðbeinandi verður Berglind Long.
Vinsamlegast skilið skráningarblaði til umsjónarkennara fyrir 3. apríl.
Með bestur kveðju og von um góða þátttöku
Gunnhildur Harðardóttir, forstöðumaður Tómstundaskólans Borgarnesi og Kristín Markúsdóttir, umsjónarmaður Íþróttaskólans