
Samningurinn er gerður á grundvelli viljayfirlýsingar Akranessbæjar og Borgarbyggðar frá árinu 2007 um menningarmál, en þar er m.a. kveðið á um að Sveitarfélögin stefni að því að eiga samstarf um hvers konar hvers konar verkefni tengd menningu og menningar- og sögutengdri ferðaþjónustu eftir því sem tækifæri gefast. Jafnframt skulu starfsmenn sveitarfélaganna sem sinna menningarmálum eiga samstarf og miðla upplýsingum.
Hér er um merkan áfanga að ræða í samstarfi safnanna á Akranesi og í Borgarnesi.
Myndatexti:
Hluti af undirbúningi þessa samstarfs var heimsókn Gerðar Jóhönnu Jóhannsdóttur deildarstjóra Ljósmynda- og héraðsskjalasafns Akraness í Safnahús Borgarfjarðar fyrir stuttu, en þar hitti hún m.a. Jóhönnu Skúladóttur, héraðsskjalavörð (til vinstri á myndinni) og var myndin tekin þegar þær skoðuðu skjalageymslurnar. Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir