Skólafréttir GBF komnar út 2009

Sjötta tölublað Skólafrétta Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri er nú komið út. Í blaðinu er m.a. sagt frá nýjum starfsmönnum sem eru að hefja störf við skólann og boðað til fundar foreldra nemenda í 7. og 9. bekk miðvikudaginn 14. janúar n.k. til að ræða ferðir nemenda í skólabúðir o.fl. Hér má nálgast Skólafréttir í heild sinni. …

Laust starf við leikskólann Hnoðraból – 2009

Starfsmaður óskast í 90% starf við leikskólann Hnoðraból að Grímsstöðum í Reykholtsdal sem fyrst.   Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn. Sérstök áhersla er lögð á hreyfingu og skapandi starf.   Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi áhuga á að starfa með …

Böðvar Guðmundsson sjötugur

Böðvar Guðmundsson rithöfundur frá Kirkjubóli er sjötugur í dag. Í tilefni tímamótanna verður efnt til listavöku í Íslensku óperunni næstkomandi sunnudag þar sem ýmsir þekktir listamenn flytja verk skáldsins. Einnig minnist Safnahús Borgarfjarðar Böðvars sérstaklega með umfjöllun um hann og verk hans á heimasíðu sinni: (www.safnahus.is). Eftir Böðvar liggja ljóðabækur, leikrit og skáldsögur og fjöldi þýðinga fyrir börn og fullorðna. …

Þrettándabrennan 2009

Á bilinu 300-400 manns fylgdust með Þrettándabrennu sveitarfélagsins á Seleyri í gær. Veðrið var stillt, en nokkuð mikil rigning allan tímann. Það hafði þó ekki áhrif á framkvæmdina hjá Björgunarsveitinni Brák sem stóð með sóma að brennunni, skemmtiatriðum og glæsilegri flugeldasýningu.   Örn Árnason fór með gamanmál og Steinunn Pálsdóttir kom fram ásamt nokkrum meðlimum Samkórs Mýramanna sem sungu áramótalög. …

Kennsla í meðhöndlun slökkvitækja

Föstudaginn 9. janúar nk. frá kl. 16 bjóða slökkviliðsmenn íbúum að koma á Slökkvistöðina í Reykholti og njóta leiðsagnar og kennslu í meðhöndlun slökkvitækja.  

Tilkynning frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi

Námsvísir vorannar hefur komið inn um lúguna um þetta leyti, en brugðið verður út af vananum í þetta sinn. Ástæðan er sú að Símenntunarmiðstöðin á 10 ára afmæli á þessu ári eða 19. febrúar nk. Af því tilefni hefur stjórn stofnunarinnar skipað afmælisnefnd sem mun vinna að veglegu afmælisblaði sem verður gefið út á vormánuðum. Einnig er fyrirhugað að halda …

Gleðilegt heilsuræktarár 2009

Eins og alltaf þá er fólk duglegt að mæta í íþróttamiðstöðvarnar í byrjun árs og margir sem koma gera heilsurækt og slökun að lífstíl sínum og mæta flesta daga ársins í sund, heita potta, þreksal, spinning eða á sérstök átaksnámskeið sem þar standa til boða. Hér má sjá þau tilboð sem framundan eru í almenningsíþróttum og bendum við sérstaklega á …

Þrettándabrennan á Seleyri

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi sér um þrettándabrennuna á Seleyri við Borgarnes fyrir hönd Borgarbyggðar. Brennan verður þriðjudaginn 6. janúar n.k. og verður kveikt í kl: 17:32! Boðið verður upp á glæsilega skemmtidagskrá svo sem tónlistaratriði með Steinku Páls og söngfuglum, Örn Árnason tryllir lýðinn og auðvitað einstök flugeldasýning Brákar! Allir velkomnir! Hér má nálgast auglýsinguna.  

Kjartan Ragnarsson sæmdur riddarakrossi

Á nýjársdag sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeirra á meðal var Kjartan Ragnarsson forstöðumaður Landnámsseturs í Borgarnesi sem hlaut riddarakross fyrir störf í þágu leiklistar og nýsköpun í miðlun menningararfs.   Kjartan, ásamt konu sinni Sigríði Margréti, hefur á undanförnum árum unnið að stofnun og starfrækslu Landnámsseturs í Borgarnesi og hafa sýningar þar vakið verulega athygli …

Breyttur afgreiðslutími í Safnahúsi

Afgreiðslutíma Safnahúss Borgarfjarðar hefur verið breytt og er þar nú opið alla virka daga frá 13-18. Breytingin felst í því að kvöldopnun hefur verið lögð niður, en áður var opið til 20.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Breytingin er gerð samkvæmt þeirri tillögu að fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir til afgreiðslu sveitarstjórnar um miðjan janúar, en þar er gert ráð fyrir …