Framkvæmdir við Álatjörn í fólkvangnum Einkunnum

janúar 27, 2009
Framkvæmdir eru hafnar við Álatjörn í Einkunnum. Verið er að útbúa bílastæði og leggja stíg frá þeim að tjörninni. Þau bílastæði sem liggja næst stígnum verða ætluð fötluðum. Við enda stígsins mun koma bryggja sem mun meðal annars nýtast veiðimönnum til veiða í tjörninni á sumrin og skautafólki sem bekkur á vetrum þar sem m.a. hægt að sitja og reima á sig skautana. Samið var við Borgarverk um framkvæmdir og mun framkvæmdum verða lokið fyrir 1. júní á þessu ári. Styrktaraðili þessarar framkvæmdar er Sparisjóður Mýrasýslu.
Myndir: Hilmar Már Arason.
 
 

Share: