
Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð. Í menningarstefnu sveitarfélagsins er kveðið á um að hann skuli leggja sérstaka rækt við grasrótina í menningarlífi á svæðinu. Styrkir sjóðsins eru verkefnatengdir og áhersla lögð á að þau verkefni sem styrk hljóta séu aðgengileg sem flestum íbúum sveitarfélagsins sem og gestum.
Umsóknir skulu berast til menningarfulltrúa, ráðhúsi Borgarbyggðar við Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, í síðasta lagi 28. febrúar 2009. Umsóknareyðublað má finna á www.borgarbyggd.is /stjórnsýsla/umsóknir. Umsókn skal fylgjasundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinagerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn síðan skýrsla um nýtingu styrksins.
Á árinu 2008 var úthlutað tæpum þremur milljónum króna úr sjóðnum auk sérstakrar heiðursviðurkenningar.