Nokkrum voldugum, tæplega meters löngum aspartrjábolum var stolið úr Einkunnum síðastliðna helgi (29.-30. ágúst). Bolina átti að nota til að smíða bekki og borð í fræðslurjóðrið í Einkunnum. Þeir sem kynnu að hafa séð hverjir tóku þessa boli eru vinsamlegast beðnir að láta vita á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-7100. Sá fingralangi er einnig hvattur til að skila bolunum aftur …
Skipulagsdagur í Klettaborg
Föstudaginn 21. ágúst var skipulagsdagur í leikskólanum Klettaborg. Þá undirbjó starfsfólkið leikskólastarfið og að auki var Haukur Valsson varaslökkviliðsstjóri með fyrirlestur um rýmingu og eðli elds. Að því loknu voru verklegar æfingar þar sem hver og einn starfsmaður slökkti eld með slökkvitæki og eldvarnarteppi.
Íbúafundur í kvöld
Sveitarstjórn Borgarbyggaðar boðar til íbúafundar í Mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut 54 í Borgarnesi fimmtudaginn 27. ágúst n.k. Fundurinn hefst kl.20.00. Á fundinum verður farið yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar og þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur gripið til, auk þess sem Vífill Karlsson hagfræðingur mun kynna niðurstöður rannsókna sinna á áhrifum efnahagslægðarinnar á atvinnulíf í sveitarfélögum á Vesturlandi. Að loknum framsöguerindinum Vífils …
Ljósmyndavefur og tvær sýningar
Fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17.00 verða alls þrír viðburðir í Safnahúsi. Opnaður verður ljósmyndavefur og ljósmyndasýningin „Rammar“ í Hallsteinssal auk sýningar (í anddyri) á teikningum 11 ára drengs, Matthíasar Margrétarsonar. Sýningarnar munu standa til 6. nóvember og opið verður alla virka daga frá 13-18. Allir velkomnir. sjá auglýsingu hér Ljósmyndavefur Á héraðsskjalasafni Borgarfjarðar[1] er mikið magn ljósmynda. Alls eru um …
Kettlingur í óskilum
Ómerktur kettlingur var handsamaður í Skallagrímsgarði í gær. Hann er bröndóttur með hvítar loppur og hvítur á bringu. Hann er í vörslu gæludýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar. Frekari upplýsingar má fá í síma 433-7100 (Björg) eða 868-1926 (Sigurður). Nokkuð hefur verið um það undanfarið að dýr eru í óskilum í vörslu eftirlitsmanna sveitarfélagsins og því hefur verið ákveðið að útbúa sérstaka síðu …
TREX tekur við af Strætó
Vegagerðin hefur nú leyst Borgarbyggð undan sérleyfi sem sveitarfélagið hafði vegna aksturs á sérleiðinni Borgarnes – Reykjavík. Akstri á leið 58 hjá Strætó, sem hefur farið í Borgarnes frá því um síðustu áramót, hefur verið hætt. Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarfélaginu að samningar hafa tekist við TREX, sem sér um sérleyfisakstur á Norðvesturlandi, um að taka við einkaleyfi á sérleiðinni. Ferðir …
Íbúafundur um málefni Borgarbyggðar
Sveitarstjórn Borgarbyggaðar boðar til íbúafundar í Mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut 54 í Borgarnesi fimmtudaginn 27. ágúst næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00. Á fundinum verður farið yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar og þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur gripið til, auk þess sem Vífill Karlsson hagfræðingur mun kynna niðurstöður rannsókna sinna á áhrifum efnahagslægðarinnar á atvinnulíf í sveitarfélögum á Vesturlandi. Að loknum framsöguerindinum …
Sumarlestur – uppskeruhátíð í Safnahúsi
Í sumar hafa duglegir krakkar á aldrinum 6-12 ára tekið þátt í sumarlestri á bókasafninu en þetta er í annað sinn sem Safnahúsið stendur fyrir verkefninu. Í ár tóku 30 börn þátt og lásu þau ríflega 150 bækur. Verkefninu lauk formlega í gær þegar haldin var sérstök uppskeruhátíð í Safnahúsinu sem heppnaðist með miklum ágætum. Þar mættu þátttakendur í …
Laust starf í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi
Almennur starfsmaður óskast í Íþróttamiðstöðina Borgarnesi ( karl ) Um er að ræða tímabundna ráðningu næstu 8 mánuði. Þarf að geta hafið störf strax eða 1. sept. n.k. Umsóknarfrestur er til fimmtudags 27. ágúst n.k. Nánar: Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi …
Brautargengi í Borgarnesi – námskeið fyrir konur
Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í þrettánda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2009 er áætlað að halda námskeiðið á tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Borgarnesi og Akureyri. Alls hafa yfir sjö hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi. Brautargengi er 75 kennslustunda námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja. Meðal markmiða námskeiðsins eru að nemendur öðlist …