Félagsmiðstöðin Mófó Hvanneyri opnar

september 25, 2009
Í vetur verður áfram gerð tilraun með félagsmiðstöð á Hvanneyri sem opin verður einu sinni í viku fyrir unglinga í Grunnskóla Borgarfjarðar líkt og gert er fyrir unglinga í Varmalandsskóla í Gauknum Bifröst.
 
Starfið í félagsmiðstöðinni Mófó Hvanneyri hefst næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.00.
Félagsmiðstöðin er opin öllum unglingum í Grunnskóla Borgarfjarðar í 7. – 10. bekk og stjórnar stjórn nemendafélagsins innra starfi.
Unglingar nú eigið þið leik, stjórn ykkar og starfsmaður Aðalheiður Kristjánsdóttir tekur vel á móti ykkur.
 
Reglur félagsmiðstöðva sveitarfélagsins gilda og allar almennar kurteisi- og umgengisreglur.
Mætum öll saman í félagsmiðstöðina Hvanneyri á mánudagskvöldum kl. 20.00
 
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
 
 

Share: