Frækileg frammistaða í Útsvari

september 27, 2009
Fulltrúar Borgarbyggðar í Útsvari stóðu sig framúrskarandi vel í keppninni í kvöld og náðu 101 stigi í keppni á móti Akureyri sem sigraði naumlega með tveggja stiga mun. Þar sem fjögur stigahæstu tapliðin úr fyrstu umferð komast áfram má telja líklegt að lið Borgarbyggðar haldi áfram keppni, en það ræðst á næstu mánuðum.
 
Í liðinu eru þau Heiðar Lind Hansson, Hjördís H. Hjartardóttir og Stefán Einar Stefánsson og er þeim hér með þakkað og óskað innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Ljósmynd með frétt: Frá Borgarnesi. Guðrún Jónsdóttir
 

Share: