Þátturinn Útsvar er kominn á dagskrá hjá RÚV og var fyrsti þátturinn s.l. laugardag. Þar áttust við sveitarfélögin Norðurþing og Reykjanesbær. Næsta laugardag er svo komið að Borgarbyggð, sem keppir við Akureyri. Lið Borgarbyggðar verður þannig skipað að Heiðar Lind Hansson og Hjördís H. Hjartardóttir mæta á nýjan leik en nýr liðsmaður verður Stefán Einar Stefánsson.
Þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu kl. 20.10 og umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Ljósmynd með frétt: Baula séð frá Grjóthálsi. Guðrún Jónsdóttir