Húsamerkingar

Eins og fram kemur í bréfi sem sent var til húseigenda í Borgarnesi í dag hefur sveitarfélagið hrundið af stað átaki í merkingu gamalla húsa. Byrjað verður í ár á húsum í Borgarnesi og fengist hefur styrkur til að niðurgreiða skilti á húsum sem byggð voru fyrir 1950. Sjá má nánar í bréfi til húseigenda með því að smella hér. …

Uppbygging Hlíðartúnshúsanna hafin

Eins og margir hafa eflaust orðið varir við er nú hafin endurbygging svokallaðra Hlíðartúnshúsa í Borgarnesi. Hlíðartúnshúsin eru gömul útihús sem standa á holtinu vestan við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi og hafa verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn undanfarna áratugi. Fyrst og fremst eru þau minjar um búsetumótun í Borgarnesi þar sem þeir íbúar sem ekki voru verslunarmenn voru bændur og fluttu …

Vopnaskak í Landnámssetri

Dr. William R. ShortLaugardaginn 12. september næstkomandi verður mikið um dýrðir í Landnámssetrinu. Víkingafélagið Rimmugýgur sýnir bardagalist, dr. William Short og Einar Kárason tala um vopnaburð fornmanna og fyrsta sýning haustsins á Stormum og styrjöldum verður um kvöldið. Sýningar á bardagalist víkinga verða á flötinni við Landnámssetrið og hefjast klukkan 15.00 og 19.00. Rimmugýgur er íslenskt víkingafélag sem leggur stund …

Mörk og merkingar

Allt frá landnámstíð hafa Íslendingar auðkennt sauðfé sitt með eyrnamörkum en þá venju munu þeir hafa tekið með sér frá fyrri heimkynnum. Í Færeyjum, Noregi og á Bretlandseyjum eru eyrnamörk enn til og eru heiti sumra þeirra mjög áþekk íslenskum heitum. Markið löghelgar markeigandanum eignarréttinn á kindinni. Eyrnamörk eru nú víða aflögð eða lítt notuð í nágrannalöndum okkar og auðkenning …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar

Frá afhendingu umhverfisviðurkenninga mynd Þórhallur TeitssonUmhverfisverðlaun Borgarbyggðar voru afhent á landbúnaðarsýningunni í Borgarnesi síðastliðna helgi. Viðurkenningu fyrir myndarlegasta býlið fengu ábúendur á Brúarlandi á Mýrum. Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði fengu eigendur Garðyrkjustöðvarinnar Laugalands í Stafholtstungum og eigendur Kjartansgötu 6 í Borgarnesi fyrir snyrtilegasta garð við Ábúendur á Brúarlandi mynd_ Skessuhorn íbúðarhús. Þá veitti Umhverfis- og landbúnaðarnefnd viðurkenningu sem …

Fjárréttir í Borgarbyggð í haust

Frá ÞverárréttBrekkurétt í Norðurárdal, sunnudag 13. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, laugardag 12. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðjudag 15. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudag 14. sept. Kaldárbakkarétt í Kolbeinstaðahreppi, sunnudag 6. sept. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardag 5. sept. Mýrdalsrétt í Hnappadal, þriðjudag 15. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudag 16. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg, sunnudag 20. sept. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði,mánudag 14. sept. …

Landupplýsingakerfi Borgarbyggðar

Sífellt fleiri sveitarfélög hafa tekið landupplýsingakerfi í sína notkun á undanförnum árum og skoðaði framkvæmdasvið á sínum tíma kosti þess að kaupa slíkt kerfi fyrir sveitarfélagið. Í kjölfarið var ákveðið að kaupa kerfið InfraPath frá Verk- og kerfisfræðistofunni Snertli í Kópavogi og var samningur um uppbyggingu og þróun landupplýsingakerfis fyrir Borgarbyggð undirritaður þann 15. apríl 2008. Kerfið InfraPath er líklega …

Ráðstefna í Snorrastofu, Reykholti

Föstudaginn 4. september nk. verður haldin ráðstefna í Hátíðarsal Snorrastofu í Reykholti undir yfirskriftinni: ÞING-THING sites – A shared hidden heritage. Átta fræðimenn munu fjalla um þingstaði og þinghald til forna út frá mismunandi sjónarhornum. Rætt verður um lög og lagasetningu á þjóðveldistímanum, þingstaði í bókmenntum og örnefni tengd þeim. Einnig verða erindi um fornleifafræði þingstaða og hvernig kynna megi …

Viðbragðsáætlanir vegna inflúensufaraldurs

Viðbragðsáætlanir Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólans í Borgarnesi eru nú komnar á heimasíður skólanna. Þær verða einnig aðgengilegar hér á síðunni undir Starfsemi/Fræðslumál/kynningarsíða viðkomandi skóla.  

Kínversk kveðja í Safnahúsi

Úr gestabókinniSýningin Börn í 100 ár sem sett var upp í Safnahúsi Borgarfjarðar í fyrra hefur vakið sterk viðbrögð þeirra sem hana sjá. Þetta á ekki bara við um Íslendinga heldur virðist sýningin höfða sterkt til erlendra gesta. Fyrir stuttu kom þar kínverskur ferðamaður sem ritaði góðar óskir í gestabók sýningarinnar. Um þetta birtist frétt í Morgunblaðinu s.l. laugardag, enda …