Frá búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi

Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Starfið er vaktavinna. Unnið er á morgun-, kvöld- dag- og helgarvöktum. Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og með ökuréttindi. Tóbakslaus vinnustaður. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar veitir Hulda Birgisdóttir …

Þjóðaratkvæðagreiðsla – atkvæðagreiðsla utan kjörfundar 2012

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram laugardaginn 20. október n.k. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer hún fram á skrifstofu sýslumanns að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, virka daga frá kl. 09.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Opið verður á kjördag frá kl.14.00 til 16.00 Hægt er að kjósa aðra daga samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa …

Sveppatínsla með leiðsögn í Einkunnum

Sveppatínsla með fræðsluívafi verður í Einkunnum miðvikudaginn 22. ágúst kl 18-20. Stjórnarmenn í Skógræktarfélaginu ætla að leiðsegja fólki um tínslu, meðferð og geymslu sveppa. Allir velkomnir með körfu og hníf, ekki sakar að taka með handbók um sveppi ef fólk á slíkan grip.  

Merk gjöf til Safnahúss

Ein myndanna sem enski aðalsmaðurinn W. G. Collingwood málaði á Íslandi sumarið 1897 hefur verið afhent Safnahúsi Borgarfjarðar til eignar og varðveislu. Um er að ræða mynd sem Collingwood málaði á Gilsbakka í Hvítársíðu þegar hann dvaldi þar á ferðum sínum um íslenska sögustaði. Alls málaði Collingwood þrjár myndir á Gilsbakka þetta sumar, eina af bænum sjálfum og aðra af …

Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum lokuð

Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði verður lokuð vegna framkvæmda frá 7. til 24. ágúst. Sundáhugafólki er á þessum tíma bent á sundlaugarnar í Húsafelli, Varmalandi, Borgarnesi og Hreppslaug í Andakíl.  

Grunnskóli Borgarfjarðar – matráður og skólaliði

Laus störf í Grunnskóla Borgarfjarðar næsta skólaár. Staða matráðs í Hvanneyrardeild skólans og staða skólaliða í Varmalandsdeild. Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262. Einnig má senda fyrirspurnir á netfang inga@gbf.is  

Til foreldra vegna bæjarhátíða sumarsins

Fjölskyldan saman á bæjarhátíðum og foreldrar góðar fyrirmyndir!   Bæjarhátíðir eru árlegur viðburður á mörgum stöðum. Litlir sem stórir bæir víðs vegar um landið lifna við og taka stakkaskiptum. Hús, garðar og götur eru skreytt og mikil stemning myndast. Íbúar kappkosta að sýna gestum það besta sem bærinn þeirra hefur upp á að bjóða og gera hátíðina í ár betri …

Brother Grass í Skallagrímsgarði

Hljómsveitin Brother Grass ásamt Samfélagssjóði Landsvirkjunar og Menningarráði Vesturlands bjóða íbúum Borgarbyggðar og nágrennis, ungum sem öldnum á þátttökutónleika í Skallagrímsgarði, mánudaginn 9. júlí kl 13:00.Hljómsveitin samanstendur af 4 söngkonum og einum gítarleikara og er því mikil áhersla lögð á þéttar raddsetningar og vandaðan gítarleik en einnig leika meðlimir sveitarinnar á hin ýmsu hljóðfæri og hljóðgjafa sem eru í óhefðbundnari …

Uppgjör vinnuskólans

Krakkar sem starfað hafa í vinnuskóla Borgarbyggðar í sumar eru velkomnir í Skallagrímsgarð kl:10:00 mánudaginn 9. júlí n.k. þar sem framin verða almenn skemmtilegheit og sumarið gert upp. Í hádeginu ætlum við að grilla handa starfsmönnum vinnuskólanns og taka þátt í tónleikum hjá Brother Grass og enda svo daginn á að fara í sund í boði vinnuskólanns og íþróttamiðstöðvar.   …