Kveikt á jólatré Borgarbyggðar 2. des.

nóvember 28, 2012
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli sunnudaginn 2. desember kl. 17.00.Dagskráin hefst með ávarpi Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Borgarbyggðar. Tónlistarskóli Borgarfjarðar sér um flutning á jólatónlist og heyrst hefur að jólasveinarnir komi af fjöllum til að gleðja börnin. Heitt kakó verður í boði.
Allir velkomnir að koma og njóta andrúmslofts aðventunnar.
Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað, nánari upplýsingar þá á www.borgarbyggd.is
 

Share: