Jólaútvarp Óðals 20 ára

Árlegt jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals og N.F.G.B. verður sent út frá Óðali 10. – 17. desember frá kl. 10.00 – 23.00 alla daga. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrir hádegi verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en eftir hádegisfréttir og viðtal verða unglingarnir með sína þætti í beinni útsendingu. Undirbúningur að handritagerð fór …

Jólatré og kort á örsýningu

Í anddyri við bókasafnið í Safnahúsi Borgarfjarðar er nú stillt upp litlu handsmíðu jólatré fyrir sautján kerti. Um er að ræða merkan safngrip úr eigu byggðasafns Borgarfjarðar en tréð var á sínum tíma smíðað af Guðmundi Böðvarssyni skáldi á Kirkjubóli (1904-1974) í Hvítársíðu og var notað þar á bæ í áratugi. Tréð er málað grænt en fótur þess hvítur og …

Kynferðislegt áreiti – Í okkar samfélagi?

Frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð: Kynferðislegt áreiti/tæling á netinu og öðrum rafrænum miðlum Í okkar samfélagi? Að gefnu tilefni vill Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð beina athygli foreldra að netnotkun og öðrum rafrænum samskiptum barna. Netið er í auknum mæli notað til að beita börn kynferðislegu ofbeldi, bæði með myndbirtingum þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt, með …

Unglingarnir fá boli með forvanaslagorðum

Þriðjudaginn 27. nóvember fengu nemendur í 8., 9. og 10. bekkjum grunnskólanna í Borgarbyggð afhenta boli með forvarnarslagorðum frá Samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð. Nemendur sömdu slagorðin sjálfir, skiluðu um 80 slagorðum til forvarnarhópsins og 12 voru valin og sett á bolina. Við gerð slagorðanna fengu nemendur frjálsar hendur um hvað þau tækju fyrir varðandi forvarnir. Flest slagorðin snéru að …

Til hamingju Inga Björk!

Ung kona úr Borgarnesi, Inga Björk Bjarnadóttir hlaut í gær, á alþjóðadegi fatlaðra, Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Inga Björk hlaut verðlaunin í flokki einstaklinga fyrir að vera öðrum fyrirmynd og berjast fyrir bættu aðgengi og þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð. Fimleikafélagið Gerpla fékk hvatningarverðlaun ÖBÍ í flokki fyrirtækja og stofnana og Lára Kristín Brynjólfsdóttir fékk verðlaunin í flokki umfjöllunar og …

Jólatónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Jólatónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar hefst í dag og verða tónleikarnir sem hér segir: Þriðjudaginn 4. des. kl. 18.00 að Borgarbraut 23, miðvikudaginn 5. des. kl. 18.00 að Borgarbraut 23, fimmtudaginn 6. des. kl. 18.00 í Logalandi Reykholtsdal, föstudaginn 7. des. kl. 13.30 í Brákarhlíð, fyrir eldri borgara, mánudag 10. des. kl. 18.00 að Borgarbraut 23, mánudaginn 10. des. kl 20.00 að …

Köttur í óskilum í Borgarnesi

Ljósbrúnn, svartur og hvítur köttur er í vörslu Borgarbyggðar eftir að hafa verið handsamaður í Borgarnesi. Kötturinn er ekki merktur en hefur rauða ól um hálsinn. Ef einhver kannast við að eiga þennan kött er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.  

Tónleikatvenna í Landnámssetri

Bræðurnir Ómar og Óskar Guðjónssynir halda tónleika í Landnámssetrinu í kvöld, mánudaginn 3. desember kl. 21.00. Tónleikarnir eru tvískiptir, fyrir hlé leikur og syngur brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino ásamt Óskari Guðjónssyni saxófónleikara en eftir hlé flytur Ómar, ásamt hljómsveit, sönglög af nýja diskinum sínum Útí Geim.  

Breyting á biðstöð Strætó í Borgarnesi

Frá og með 03. desember 2012 verður biðstöð Strætó við Hyrnuna í Borgarnesi færð að Olís. Þessi breyting á sér stað vegna framkvæmda við Hyrnuna og stendur tímabundið yfir. Í fréttatilkynningu frá Strætó er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Nánari upplýsingar veitir Þjónustuver Strætó í síma 540-2700.  

Mæðgur sýna í Safnahúsi

Laugardaginn 1. desember kl. 13.00 verður opnuð myndlistarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem sýndar verða myndir eftir mæðgurnar Björk Jóhannsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur. Björk sýnir ljóðamyndir, vatnslitamyndir og akrýlmyndir, en Jóhanna klippimyndir byggðar á gyðjufræðum hinna ýmsu trúarbragða. Sýningin er í Hallsteinssal á efri hæð Safnahúss og verður opin á virkum dögum kl. 13.00-18.00 og einnig á laugardögum kl. 13.00-16.00 …