Skemmtileg smiðjuhelgi á Kleppjárnsreykjum

mars 13, 2013
Smiðjuhelgi Grunnskóla Borgarfjarðar fór fram á Kleppjárnsreykjum um síðustu helgi og mikið var um dýrðir hjá nemendum unglingadeilda skólans. Krakkar af unglingastigi Laugagerðisskóla og Grunnskólans á Reykhólum tóku einnig þátt. Eftirtaldar smiðjur voru í boði:
Körfubolti í umsjón Hilmars Guðjónssonar, skartgripagerð í umsjón Evu Lindar Jóhannsdóttur, reiðtygjagerð í umsjón Brynjólfs Guðmundssonar, matargerð í umsjón Bjarkar Harðardóttur, ljósmyndun í umsjón Kristínar Jónsdóttur og Legó/nýsköpun í umsjón Jóhanns Breiðfjörð.
Nemendur unnu af krafti og áhuga og glæsilegan afrakstur má sjá á meðfylgjandi myndum.
 
 

Share: