“Fræðslustjóri að láni”

mars 19, 2013
Þann 14. mars síðastliðinn skrifuðu fulltrúar mannauðssjóðs Kjalar, Sveitarmenntar, Borgarbyggðar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi undir samning um „Fræðslustjóra að láni“, en þetta er í fyrsta skiptið sem þessir starfsmenntasjóðir standa sameiginlega að formlegum samningi við sveitarfélag.
Markmiðið með samningnum er að framkvæma þarfagreiningu fyrir fræðslu og í framhaldinu að gera heildstæða fræðsluáætlun fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem eiga aðild að Stéttarfélagi Vesturlands og Kili – Stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, en það er ríflega helmingur starfsmanna hjá sveitarfélaginu.
Á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar verða tveir ráðgjafar sem halda utan um verkefnið, þau Kristín Björg Árnadóttir og Emil Bjarkar Björnsson.
 
 

Share: