Gleðivika á Klettaborg

mars 12, 2013
Næsta vika verður Gleðivika á leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Lögð verður áhersla á litina og eitthvað öðruvísi en vant er, sérstakt og skemmtilegt verður gert á hverjum degi. Til að mynda fær hver vikudagur sinn lit og hlutverk, mánudagur verður t.d. gulur ævintýradagur og fimmtudagur verður ekki bara blár heldur verður allt í rugli líka! Dagskrá Gleðivikunar má sjá hér.
Sérstaða Klettaborgar sem leikskóla er að þar er lögð áhersla á „fastan ramma“/dagskipulag sem veitir traust og grundvallaröryggi. Komið er til móts við þarfir allra barna og börnin eru markvisst undirbúin fyrir næsta skólastig og þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.
Einkunnarorð skólans eru: Sjálfstæði, virðing og gleði.
 

Share: