Stóðu sig vel í Lífshlaupinu

mars 12, 2013
Grunnskólinn í Borgarnesi tók þátt í Lífsshlaupinu líkt og margir aðrir skólar og vinnustaðir. Byggir þátttakan á því að allir skrái hreyfingu sína í tilgreindan tíma, í þetta skiptið 14 daga. Skólinn varð í 3. sæti í sínum flokki og af öllum árgöngum skólans var 2. bekkur einna duglegastur að hreyfa sig. Myndin sem hér fylgir er af nemendum 2. bekkjar með verðlaunaplattann sem skólinn fékk afhentan af þessu tilefni.
 
 

Share: