Framkvæmdir við endurgerð Skallagrímsgarðs

Farið verður í 2. áfanga við endurgerð Skallagrímsgarðs í næstu viku samkvæmt samþykktri hönnun sem byggir á upphaflegu skipulagi garðsins og áætlað að ljúka honum fyrir lok maí.   Árið 2013 var skipulagsteikningin kláruð og samþykkt í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Í framhaldinu var farið í lítilsháttar grisjun á gróðri reyndar líkt og árin þar á undan og hafin gróðursetning á fjölærum …

Árshátíðir Grunnskólanna

Árshátíðir Grunnskólans í Borgarnesi og 1.- 7. bekkja Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verða haldnar á morgun, fimmtudaginn 10. apríl. Grunnskólinn í Borgarnesi verður með sína árshátíð í Hjálmakletti. Þema ársins er sköpun og verður túlkað á margbreytilegan hátt af nemendum skólans. Sýningar eru tvær og hefjast kl. 16.30 og 18.30. Aðgangseyrir rennur í ferðasjóð nemenda. 1.-7. bekkir á Kleppjárnsreykjum verða með …

Endurbætur í íþróttamiðstöð

                        Síðastliðinn laugardag var endurbættur þreksalur íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi formlega tekinn í notkun. Framkvæmdir hafa staðið síðan í haust en þreksalurinn var stækkaður, nýtt loftræstikefi sett upp, tækjakostur endurnýjaður og fleira. Þá var skipt um gólfefni við innilaugina, hún máluð og skipt um gler í gluggum.  

Snorrastofa – Dagskrá um Þorstein á Úlfsstöðum

Þorsteinn, Áslaug og dæturNæstsíðasta dagskrá vetrarins í fyrirlestraröð Snorrastofu í Reykholti, Fyrirlestrar í héraði, verður haldin í Bókhlöðu stofnunarinnar þriðjudaginn 8. apríl næstkomandi. Þá verður fjallað um bóndann á Úlfsstöðum, Þorstein Jónsson og konu hans Áslaugu Aðalheiði Steinsdóttur, sem bæði eru látin. Framsögu hafa Ragnhildur dóttir þeirra og tengdasonurinn Sveinn Víkingur Þórarinsson, sem bæði búa á Úlfsstöðum. Einnig mun dóttursonur …

Opnun íþróttamiðstöðvar eftir breytingar – afsláttur á árskortum

Laugardaginn 5. apríl verður þreksalur og innisundlaug íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi opnuð eftir viðgerðir og endurbætur sem staðið hafa yfir í nokkurn tíma. Opnunarhátíð verður þann dag í íþróttamiðstöðinni og er hægt að sjá dagskrá hennar með því að smella hér.   Ákveðið hefur verið að gefa 10% afslátt af öllum árskortum í þrek og/eða sund íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar sem keypt eru …

Íbúafundir á Hvanneyri og í Logalandi

Borgarbyggð boðar íbúa til fundar um þjónustu sveitarfélagsins, helstu framkvæmdir sem framundan eru og þau mál sem efst eru á baugi í dag. Á fundunum munu sveitarstjóri og sviðsstjórar sveitarfélagsins ræða þessi málefni við íbúa.   Fundirnir í dag, fimmtudaginn 3. apríl, fara fram í Skemmunni á Hvanneyri, kl. 17.00 og í Logalandi, kl.20.30 Íbúar eru hvattir til að mæta …

Styrkir vegna fasteignaskatts félaga og félagasamtaka – 2014

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.   Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2014. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2014 og skal öllum …

Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar

Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árið 2013 er komin út. Skýrslan er 25 síður og gefur góða mynd af starfsemi safnanna á árinu. Höfundar eru þrír, þau Guðrún Jónsdóttir, Jóhanna Skúladóttir og Sævar Ingi Jónsson. Ársskýrsluna má sjá hér.  

Gaman á árshátíð á Hvanneyri

Árshátíð Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar var haldin í Halldórsfjósi á Hvanneyri síðastliðinn fimmtudag. Nemendur sýndu stórskemmtilegan leik í atriðum sínum en 1.-2. bekkur flutti skemmtilegt bangsaleikrit sem þau unnu í tengslum við þema undanfarinna vikna í skólanum. Eldri krakkarnir sýndu leikritið Flóttafólkið en það fjallar eins og nafnið gefur til kynna um flóttafólk sem þarf að flytja til ókunnugs lands. Þau …

ADHD – kynningarfundir í Hjálmakletti

Kynningarfundur ADHD samtakanna verður haldinn í Borgarnesi fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 14.30 í Hjálmakletti, í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skóla- og félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD. Efni fundar: Hvað er ADHD og hvað gera ADHD samtökin? Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og formaður …