20 ár frá stofnun fyrstu Borgarbyggðar

júní 12, 2014
11. júní 2014 voru 20 ár síðan fyrsta sveitarfélagið með nafninu Borgarbyggð var stofnað. Það varð til við sameiningu sveitarfélaganna Borgarnesbæjar, Hraunhrepps, Stafholtstungnahrepps og Norðurárdalshrepps í júní 1994. Árið 1998 varð frekari sameining þegar þáverandi Borgarbyggð, Borgarhreppur, Álftaneshreppur og Þverárhlíðarhreppur sameinuðust undir heiti Borgarbyggðar. Sama ár sameinuðust sveitarfélögin Andakílshreppur, Lundarreykjadalshreppur, Reykholtsdalshreppur og Hálsahreppur í eitt sveitarfélag sem fékk nafnið Borgarfjarðarsveit.
Á árinu 2006 varð til sú Borgarbyggð sem nú er, en þá sameinuðust Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur í eitt sveitarfélag.
 

Share: