
Við þetta tækifæri verður einnig undirritaður hönnunarsamningur Grímshúsfélagsins við Sigurstein Sigurðsson, arkitekt FAÍ og samningir við Eirík J. Ingólfsson ehf. um smíði glugga í húsið. Ennfremur mun Menningarráð Vesturlands afhenda félaginu styrk til þessa verkefnis.
Þessi athöfn mun, eftir veðri, fara fram við Grímshús í Brákarey eða undir nýju þaki hússins. Léttar veitingar í boði Borgarbyggðar.