Til foreldra barna í 5.-7. bekk

júní 4, 2014
Frá og með miðvikudeginum 4. júní verður íþróttahúsið í Borgarnesi opið fyrir krakka í 5. – 7. bekk frá kl. 12.30 – 14.30, virka daga. Þangað geta þau komið og leikið sér undir eftirliti starfsmanns Sumarfjörs.
Krökkum í 5. – 7. bekk stendur einnig til boða að fara frítt í sund frá klukkan kl. 9.00 – 16.00 virka daga. Þessi frábæra viðbót við sumarstarf fyrir krakka í Borgarbyggð verður til 8. júlí en það er síðasti dagur Sumarfjörs. Minnt er á að skráningarfrestur á námskeið og leikskólaheimsókn rennur út í dag.
 

Share: