Meirihluti myndaður og Kolfinna ráðin sveitarstjóri

júní 5, 2014
Skrifað hefur verið undir meirihlutasamkomulag Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Borgarbyggð. Flokkarnir tveir eiga sex af níu fulltrúum í sveitarstjórn en Samfylking tvo og Vinstri grænir einn. Þá var tilkynnt að búið væri að ráða Kolfinnu Jóhannesdóttur í Norðtungu í starf sveitarstjóra. Kolfinna, sem nú er skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar, tekur við embættinu þann 1. ágúst næstkomandi.
 

Share: