Tíuþúsundasta tréð gróðursett

júní 2, 2014
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í flóanum ofan við Borg á Mýrum er skógræktarreitur Grunnskólans í Borgarnesi. Síðastliðinn miðvikudag voru nemendur tíunda bekkjar í gróðursetningarferð og þá gróðursetti Klara Ósk Kristinsdóttir formaður nemendafélags tíuþúsundasta tréð í reitinn. Viðstaddir voru Sigurður Pálsson fulltrúi Yrkju sjóðsins, Einar Gunnarsson frá Skógrækt ríkisins, Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason á Borg og Signý Óskarsdóttir skólastjóri, fulltrúar nemenda og svo auðvitað nemendur tíunda bekkjar. Nemendur skoðuðu tré sem þau gróðursettu við upphaf skólagöngu sinnar en flest trén eru vaxin krökkunum yfir höfuð í dag. Í ferðinni voru svo gróðursett um 700 tré til viðbótar.
 

Share: