Umsóknir um starf forstöðumanns búsetuþjónustu

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns búsetuþjónustu rann út mánudaginn 8. júní. Umsækjendur eru: Daníel Sigurðsson Glad, B.Sc. í viðskiptafræði Guðbjörg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi Gunnar Kristinn Þórðarson, BA í Guðfræði og meistaranám í opinberri stjórnsýslu Lilja Gissurardóttir, þroskaþjálfi Sylvía Ósk Rodriguez, þroskaþjálfi Ráðið verður í stöðuna á næstunni.    

17. júní hátíðardagskrá í Borgarbyggð

Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað með fjöri og fjölskylduskemmtun víða í sveitarfélaginu.   Umf. Íslendingur stendur fyrir hátíðahöldum á Hvanneyri sem hefjast kl. 11,00. Umf. Reykdæla stendur fyrir hátíðahöldum í Reykholti og Logalandi sem hefjast kl. 11,00. Umf. Dagrenning sér um hátíðardagskrá í Brautartungu og víðar sem hefst kl. 14,00. UMSB-hlaupið hefst á Skallagrímsvelli kl. 10,00. Guðsþjónusta í Borgarneskirkju hefst kl. …

Leikskólinn Klettaborg – skemmtilegt starf

Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólann Klettaborg, Borgarbraut 101, Borgarnesi. Í leikskólanum dvelja allt að 65 börn við leik og störf. Leikskólakennarar/leiðbeinendur eru 20 þar af helmingur faglærðir og leiðbeinendur með mikla reynslu. Áhersluatriði í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling. Hæfniskröfur: Leyfisbréf sem leikskólakennari Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum Frumkvæði í starfi og faglegur …

Skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi

Staða skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi er laus til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á árangur og vellíðan nemenda í góðu samstarfi við starfsmenn. Grunnskólinn í Borgarnesi er skóli með um 300 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Starfsemi skólans skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, …

Styrkur til félagasamtaka og nemendafélaga vegna hreinsunar svæða

Eins og undanfarin ár býðst félagasamtökum og nemendafélögum styrkur frá Borgarbyggð fyrir að standa fyrir hreinsunarátaki á ákveðnum svæðum. Þeir sem hafa áhuga slíku er bent á að hafa samband við Guðrúnu S. Hilmisdóttur, sviðsstjóra umhverfis -og skipulagssviðs, netfang gudrunh@borgarbyggd.is    

Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi

Miðvikudaginn 27. maí stóðu list- og verkgreinakennarar Grunnskólans í Borgarnesi fyrir vorsýningu á verkum nemenda. Nemendur voru einnig með ýmsar uppákomur s.s. upplestur, tónlistarflutning og dans. Foreldrar og nemendur 9. bekkjar sáu um kaffisölu og rann allaur ágóði í ferðasjóð bekkjarins en þau hyggja á ferðalag næsta vetur. Þessi uppákoma var í alla staði vel heppnuð og ánægjulegt hve margir …

Útboðsauglýsing – Kveldúlfsgata

Borgarbyggð, Orkuveita Reykjavíkur-veitur ohf, Míla ehf og Rarik ohf, óska eftir tilboðum í verkið: Kveldúlfsgata Borgarnesi Endurnýjun lagna og gangstétta Verkið er fólgið í lagnavinnu og gerð gangstétta. Fyrir Borgarbyggð skal endurnýja gangstéttar. Fyrir Orkuveitu Reykjavíkur-veitur ohf. skal leggja frárennslislagnir, vatnslagnir og hitaveitu. Fyrir Mílu ehf. skal leggja fjarskiptalagnir. Fyrir Rarik ohf. skal sjá um jarðvinnu í sameiginlegum lagnaskurðum. Helstu …

Áhaldahús Borgarbyggðar – sumarstarfsmenn

Borgarbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhaldahús Borgarbyggðar. Helstu verkefni • Vinna við umhirðu og grasslátt á opnum svæðum. • Önnur tilfallandi verkefni áhaldahúss. Hæfniskröfur • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar. • Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptium. • Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur. • Lágmarksaldur 18 ára. Upplýsingar veitir Guðrún S. Hilmisdóttir í síma 433-7100. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar …

Leiðtogadagur í Andabæ

Fimmtudaginn 28. maí var Leiðtogadagur í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri. Þar sýndu leiðtogarnir í Andabæ hvernig þeir hafa verið að vinna með venjurnar sjö og þjálfa leiðtogafærni sýna út frá hugmyndafræði Leiðtogans í mér. Leiðtogadagurinn í Andabæ var barnanna, þau tóku á móti gestunum, voru með uppákomu í salnum og elstu börnin leiddu gesti um leikskólann og sýndu þeim það …

Sumarfjör 2015

Í sumar verður Sumarfjör í Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi Lagt er upp með fjölbreytni og skemmtun. Farið verður í leiki, gönguferðir, listasmiðjur og kynntar verða hinar ýmsu íþróttir. Sumarfjör er fyrir börn í 1. – 7. bekkjum í Grunnskólum Borgarbyggðar. Í ágúst er opið fyrir þau börn sem byrja í skóla í haust. Þátttakendur taka með sér nesti, …